[ Valmynd ]

nefið á mér er fullt af

Birt 20. febrúar 2006

ryki. Kannski væri nær að segja að það sé fullt af salla því þetta ryk er svo fínt að það líkist meira salla sem leggst yfir allt eins og gagnsæ himna. Ég ætla að reyna að losa mig við þetta af heimilinu í dag með markvissum aðgerðum.
Sögun er lokið í nýbyggingunni þó líklega smjúgi sallinn samt enn inn. Mikið af leifum hans eru í steypunni á gólfinu.
Ég er orðin svo óþreyjufull eftir að nýja herbergið verði tilbúið að liggur við að ég eigi bágt með mig. Einhverja mánuði þarf ég þó að bíða enn.
Hlakka til að geta horft á garðinn gegnum stóra glugga og ganga út á svalir og beint á pallinn í sól og hita. Er einhverra hluta vegna alveg viss um að það sé alltaf sól á sumrin eða verði það alla vega eftir að þessi góða viðbót verður tilbúin.
Bókahillurnar sem verða smíðaðar þarna inni munu draga úr drasli á borðum annarsstaðar í húsinu og draga úr samviskubiti af því að kaupa fleiri bækur.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.