[ Valmynd ]

ég er ánægð

Birt 21. febrúar 2006

með þetta. Maður hætti að fara með unglingana sína nauðuga á söfn vegna þess að það kostaði of mikið. Þegar það er orðið ókeypis gerir maður það frekar og gefur þannig börnunum sínum minningar um safnaferðir.
Fyrsta skipti sem ég gekk á parketi var í Listamannaskálanum. Gleymi aldrei hljóðinu sem heyrðist þegar fólk gekk þar um. Í minningunni fannst mér ég stödd í fótaskógi þar sem frakkar sveifluðust. Ég man lítð eftir myndunum, enda voru þær líklega svo hátt á veggjunum að ég hef jafnvel ekki séð þær. Merkileg minning er líka frá því þegar mamma keypti, ekki bara eitt heldur tvö, málverk á sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.