[ Valmynd ]

það er skrýtið að það

Birt 26. febrúar 2006

skuli koma upp á sama tíma að börnum er kennt í auglýsingum að þau geti sett mörk varðandi líkama sinn að barn lendir í 8. sæti sem kynþokkafyllsta kona landsins.
Er mikilvægara að kenna börnum að neita fullorðnum um að misnota þau kynferðislega þegar fullorðnir eru búnir að gera þau að kynverum?
Hljóta það ekki að vera fullorðnir sem bera ábyrgðina á því að normalísera þá hugmynd að börn séu kynverur?
Það er merkilegt ef foreldrar horfast ekki í augu við þá ábyrgð sem þeir bera á klámvæðingu barna. Allir þeir sem láta undan þrýstingi og klæða barnið sitt í sexý föt leggja sitt af mörkum til klámvæðingarinnar. Það felst afneitun í því að láta undan þeim þrýstingi og telja það vera í lagi ef maður bara kennir barninu sínu að setja mörk varðandi líkama sinn. Þá hefur maður sem foreldri sett ábyrgðina á herðar barnsins síns í stað þess að axla hana sjálfur. Ábyrgð hinna fullorðnu hlýtur að felast í því að neita að kaupa föt sem undirstrika kynveruna í barninu, auk þess að kenna börnum að setja mörk.
Sumum foreldrum finnst erfitt að setja börnum sínum mörk og geta því ekki spyrnt við fótum. Trúum við því að þó við getum ekki sagt NEI við börnin okkar þá geti börnin samt sagt NEI við þá sem vilja misnota þau kynferðislega?
Snýst þetta ekki að einhverju leyti um fyrirmyndir, eða hvað?

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

3 ummæli

 1. Ummæli eftir Sigga:

  Svo innilega sammála þér, eins og svo oft áður.

  26. febrúar 2006 kl. 21.39
 2. Ummæli eftir ek:

  ætli skoðanir séu ekki bara í genunum :)

  26. febrúar 2006 kl. 22.50
 3. Ummæli eftir Sigga:

  Jú, ábyggilega :)

  27. febrúar 2006 kl. 16.07