[ Valmynd ]

í gær gerði sex ára

Birt 27. febrúar 2006

frænka mín tilraun til að kenna mér að dansa. Þegar hún var búin að kenna mér nokkur grunnspor settum við tónlist á og reyndum að dansa sporin við hana. Ef mér varð á að gleyma mér og dansa af innlifun hrópaði hún á mig: “þú mátt ekki vera öll á iði og gera bara það sem þú vilt. Þú varst nú einu sinni kennari og ættir að vita að maður verður að fara eftir því sem er verið að kenna manni”. Einhverra hluta vegna fannst mér þetta sorglegt. Á rúmlega hálfu skólaári er hún búin að læra um mikilvægi þess að útiloka eigin útfærslu og fylgja bara leiðbeiningum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

4 ummæli

 1. Ummæli eftir P*aldis:

  aaahaha.. hún er sú allra sniðugasta!!

  27. febrúar 2006 kl. 13.41
 2. Ummæli eftir ek:

  já hún er sko sniðugri en nokkur annar!

  27. febrúar 2006 kl. 15.37
 3. Ummæli eftir Sigga:

  Var þetta Una?

  27. febrúar 2006 kl. 16.06
 4. Ummæli eftir ek:

  já einmitt það verða ekki af henni skafin skemmtilegheitin.
  ek

  27. febrúar 2006 kl. 16.11