ég reimaði á mig
Birt 27. febrúar 2006
nýja, snjakahvíta strigaskó, setti á mig húfu og hjólaði út í blíðuna. Kom við á bókamarkaði og keypti nokkrar bækur, ljóð og fróðleik um jurtir o.fl. Hélt svo áfram ferð minni í annað bæjarfélag til að heimsækja ömmu og afa. Þau voru ekki heima svo ég kom við hjá systur minni, en þar var ekkert lífsmark heldur. Á heimleiðinni sá ég fullt af útsprungnum krókusum og fáklædd börn að busla í Nauthólsvíkinni. Það tollir auðvitað enginn inni við í þessari rjómablíðu.
Flokkun: Óflokkað.