[ Valmynd ]

nú er spurning hvort

Birt 2. mars 2006

ég á aftur í dag eins og í gær að hætta heilsu minni og hjóla austur í bæ í því mesta mengunarskýi sem ég hef verið í. Enda kom fram í blöðunum að mengun í borginni hefur verið langt yfir heilbrigðismörkum undanfarna daga. Sólin skín og það er logn, kona sem ég hlustaði á í gær ræða af skynsemi um almenna skynsemi á mínum starfsvettvangi ætlar að halda annan fyrirlestur í dag. Ég hefði gott af að fara út og hætta verkefnavinnu þennan daginn. En á ég að hætta heilsu minni til þess? Er kannski hreyfingarleysið bara betra? Nei líklega er það best fyrir blóðþrýstinginn að labba niður í fjöru og setjast á stein og láta sólina baka sig.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.