[ Valmynd ]

ein bókin sem

Birt 3. mars 2006

ég keypti á bókamarkaði um daginn fjallar um smádýr á Íslandi. Þar lærði ég t.d. að hunangsfluga og býfluga er ekki heiti á sömu flugunni en fram til þessa hef ég haldið það. Hunangsfluga er yfirheiti á flugnategund. Býfluga er hunangsfluga og það eru móhumlur og húshumlur líka.
Feitu, iðnu,loðnu vinalegu flugurnar sem hafa sótt sér hunang í bjarnakló í garðinum hjá mér eru líklega húshumlur. Þá ályktun dreg ég af því að um miðjan apríl byrjar ein svaka feit að flögra við stofugluggann hjá mér. Húshumludrottningar vakna einmitt úr dvala á þeim tíma samkvæmt þessari fínu bók. Móhumlur hins vegar lifa helst bara úti á landi.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.