[ Valmynd ]

klippti nokkra runna í dag.

Birt 5. mars 2006

Var úti á peysunni með hvíta hanska. Sólin bakaði mig notalega en það var kalt í skugganum. Dúnyllarnir mínir eru farnar að bruma ansi mikið en ég klippti þá samt. Ég rakaði líka saman restinni af laufinu af grasflötinni sem ég trassaði að raka saman í haust.
Það er búið að fara með afklippurnar og laufið í Sorpu.
Lúxus að leyfa sólinni að hlýja sér og hlusta á vængjaslátt hrafnsins í garðinum heima hjá sér.
Páskaliljur eru farnar að kíkja upp úr moldinni víðsvegar í garðinum og feitir þrestir sitja á trjágreinum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

Ein ummæli

  1. Ummæli eftir Sigga:

    Ég lofaði honum föður þínum að fá hjá þér netfangið og senda til þín skjal sem er ætlað honum. Hringdi hann kannski í þig í gærkvöldi út af þessu? Netfangið mitt er sigga@vortex.is

    8. mars 2006 kl. 9.58