[ Valmynd ]

ég eldaði svo

Birt 10. mars 2006

góðan mat í gær og fyrir marga. Samsetning var sérstök og matseldin auðveld. Það er samstarfskonu minni eða fyrrverandi samstarfskonu minni að þakka að ég eldaði þennan rétt þó ég ætti uppskriftina að honum í bókinni Hristist fyrir notkun. Myndin af honum er ekki girnileg en hún sannfærði mig um að rétturinn væri succsess og hún hafði rétt fyrir sér.Ekki skemmdi fyrir hvað þetta var ótrúlega auðvelt. Ég hefði aldrei þorað að setja sveskjur og ólífur saman í kjúklingarétt ,en það virkar.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

Ein ummæli

  1. Ummæli eftir Sigga:

    Spennandi, mér hefði heldur ekki dottið í hug að sveskjur væru góðar með kjúklingi.

    12. mars 2006 kl. 17.03