[ Valmynd ]

svei mér þá

Birt 13. mars 2006

dagarnir hverfa bara hver á fætur öðrum. Miðbarnið mitt er að verða 20 ára og ég settist næstum á bjórflösku á bekk við eldhúsborðið.Mér finnst ekki við hæfi að setja bjórinn hans í ísskápinn. Mér finnst það ekki mitt hlutverk að passa upp á að bjór barnsins mín verði kaldur þegar hann ætlar að nota hann. Ég set appelsínusafann sem hann skilur eftir á borðinu inn í ísskáp til að varna því að hann skemmist en ef honum er sama um það að bjórinn verði volgur þá á ég varla að hafa áhyggjur af því fyrir hann. Óþarfar áhyggjur mæðra eru alveg furðulegt fyrirbrigði. Maður eins og finnur sér áhyggjuefni ef þau eru engin svei mér þá.
Einn útveggur hússins var fjarlægður í gær og nú er stofan orðin svo stór að við liggur að maður fái víðáttubrjálæði. Helv.. plastið sem skilur að gömlu stofuna og viðbótina dregur aðeins úr því reyndar og er það eini kosturinn við það…
Við erum strax búin að ákv. að smáveggur er nauðsynlegur. S smíðar hann eins og ekkert sé.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.