[ Valmynd ]

djöfull hvað ég

Birt 27. mars 2006

fann fyrir þessu þegar ég hjólaði út í búð. Ég varð að halda vettlingi fyrir vitum mér með aðra hönd á stýri og oft lá við að vindhviður feyktu mér um koll.
Í gærmorgun sat ég undir pálmatrjám í glampandi sól og hita og fylgdist með skjaldbökum reyna að príla upp á vatnaliljur á lítilli tjörn. Picasso, Gaudi og Míró í bland við mannmergð og veðurblíðu er góð blanda.
Miðsonur minn er 20 ára í dag. Mér finnst ekki langt síðan hann fæddist. Eftir 20 ár verð ég orðin gamalmenni…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

5 ummæli

 1. Ummæli eftir Sigga:

  Til hamingju með drenginn þinn! Það er stórmerkilegt að verða tvítugur. Hvaða land sóttirðu heim?

  28. mars 2006 kl. 10.08
 2. Ummæli eftir ek:

  við fórum til Barcelóna. Það er eins og að fara í súrealískan rússibana að fara inn í álrör í skítakulda koma út úr rörinu og fá hlýja golu í fangið og sjá pálmatré blakta. Fara svo nokkrum dögum seinna aftur inn í rörið og koma út hinu megin í sama helv. skítakulda og áður.
  Já mér finnst hann núna alveg fullorðinn, það er nú langt síðan honum fannst það.

  28. mars 2006 kl. 10.24
 3. Ummæli eftir P*aldis:

  Amma R , segist ekki vera orðin fullorðin! ??

  29. mars 2006 kl. 1.40
 4. Ummæli eftir Sigga:

  *hehe* mér finnst ég ekki heldur vera fullorðin, en Alexander finnst hann einmitt vera mjög fullorðinn. Sennilega verð ég eins og þú og finnst hann ekki fullorðinn fyrr en eftir 4 ár. Og samt sem þú segir um hvað það er absúrd að fara svona milli loftslaga á veturna. Ég hef einu sinni upplifað að fara úr 40 stiga hitabylgju á Spáni og heim í hríðarbyl og norðangarra. Í september 1980. Það var hrikalegt.

  29. mars 2006 kl. 11.31
 5. Ummæli eftir ek:

  ég veit eiginlega ekki hvað felst í því að vera fullorðinn. Það er alla vega ekki það sem maður hélt þegar maður var barn og unglingur. Ég man vel eftir að mér fannst ég fullorðin 12 ára…

  29. mars 2006 kl. 12.54