[ Valmynd ]

ég er að lesa

Birt 31. mars 2006

Draumaland Andra Snæs Magnasonar og er heilluð…

Ég hlæ upphátt og segi stöðugt EINMITT bæði hátt og í hljóði.

Vangaveltur hans setja í orð margt af því sem lengi hefur brotist um í mörgum en enginn áður gefið sér tíma til að setja í svona stórt samhengi. Þessi bók hefur vonandi áhrif til þess að við förum að horfa aðeins undir yfirborðið og látum ekki lengur blekkjast af orðræðu þeirra sem hagnast á því að við séum fyrst og fremst rugluð í ríminu og dauðhrædd um að allt fari til helvítis…
Í Blaðinu í dag er einhver blaðamaður að reyna að gera lítið úr höfundinum með því að benda á að hann hafi þegið bjartsýnisverðlaun forseta Íslands sem Alcoa styrkir. Blaðamaðurinn sem skrifar þetta fattar ekki að aðferðin sem hann notar þarna er einmitt ein af þeim leiðum sem bókin er að afhjúpa svo tilraun hans er fyrst og fremst hlægileg.

Flokkun: Bækur.

Lokað fyrir ummæli.