[ Valmynd ]

það er furðulegt

Birt 20. apríl 2006

hvað getur verið snúið að skipuleggja ferðalag þó maður viti hvert maður ætlar og hvenær. Ferðamátinn er ein breytan og hvort á að fara í hring eða fram og til baka skiptir líka máli. Ég hef notað þennan fyrsta sumardag til að skipuleggja og skrá verð og ferðatilhögun á ferðalagi sumarsins. Við ætlum að keyra, sigla og ganga til að fullkomna ferðina. 12 saman frá 9 ára upp í 73.
S fagnar sumri hins vegar með því að klippa trén í garðinum með miklu offorsi. Það er gott fyrir trén en stundum spurning með túlipanana.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.