ég þvoði sökkulinn
Birt 29. apríl 2006
á eldhúsinnréttingunni í morgun. Það tók mig innan við 5 mínútur. Ég hef látið þennan skít pirra mig dögum ef ekki vikum saman. Rétt í þessu kom ég svo auga á kóngulóarvef í stofuglugganum. Hann er ólíkur vefum úti í garði því hann er loðinn af ryki.
Flokkun: Óflokkað.
Kannast við þetta. Á hverju ári dreg ég lappirnar í tvo mánuði og fresta því að taka til skattadótið. Á hverju ári tekur það mig síðan bara 3-4 klukkutíma. Einmitt það sama með svona extra þrif. Margt svona sem er ekki í rútínunni.