[ Valmynd ]

sólskin

Birt 7. maí 2006

sem bræddi kerti og bakaði mig einkenndi daginn í dag. Þess vegna notaði ég nýja sófann ekkert. Lá bara á sólbekk við hlið sonar míns sem lærði undir stúdentspróf í stærðfræði. Hann gafst reyndar upp fyrir vindinum sem fletti blaðsíðum á óviðeigandi stöðum. Mér fannst vindurinn hins vegar nauðsynlegur. Ef kvef væri ekki að drepa mig hefði ég hreinsað úr blómabeðum í dag, það er ég viss um…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

3 ummæli

 1. Ummæli eftir P*aldis:

  Enn hvað nýji sófinn lítur spennandi út !! ;o)
  - ÁFRAM GÓÐI !!

  8. maí 2006 kl. 22.27
 2. Ummæli eftir Sigga:

  Fyndið, þetta er nákvæmlega eins sófi og við áttum í Stóragarðinum. Þegar pabbi og mamma fengu síðar nýtt sófasett fékk amma Regína sófann og átti hann lengi. Þetta eru sterkir og góðir sófar :)

  9. maí 2006 kl. 11.51
 3. Ummæli eftir ekk:

  nú læt ég eins og þetta sé gamli sófinn ykkar ;)

  11. maí 2006 kl. 21.19