[ Valmynd ]

ég tek þátt

Birt 15. maí 2006

í ýmsum fyrirfram vonlausum baráttum. Velti fyrir mér hvers vegna? Kannski kemur þetta til af því að ég held alltaf með þeim sem eru að tapa.
Fíflunum fækkaði eitthvað í kringum mig á föstudaginn en ég veit að þeir birtast von bráðar aftur.
Ég er að reyna að bóka mig inn á hótel ásamt 10 öðrum konum, við erum ekki velkomnar vegna ótta við háreysti af okkar völdum. Við gefumst þó ekki upp heldur reynum að láta líta þannig út að við séum ekki hópur. Ef eigendurnir sjá ekki í gegnum okkur gistum við á litlu fallegu hóteli í latínuhverfi Parísar með rósóttu veggfóðri og öðruvísi rósóttum gardínum og rúmteppi í þrjár nætur í september.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

 1. Ummæli eftir Björg:

  Skoðaðu áður en þú ferð www.parisardaman.com hún er líka með blogsíðu www.parisardaman.blogspot.com
  kv. Björg

  15. maí 2006 kl. 10.52
 2. Ummæli eftir ekk:

  takk tékka á því.
  EK

  15. maí 2006 kl. 15.22