[ Valmynd ]

heyrt á Hlemmi:

Birt 24. maí 2006

“ég get sko ekki kosið vinstri græna eða samfylkinguna því þau eru á móti fátæku fólki”.

Það er eitthvað brogað við það að vinstri öflin bjóða af sér þann þokka að vera á móti fátækum.

Fékk “hammerslag” á rauðan lampa sem ég hef lúrt yfir í marga daga. Ekki víst að hann virki en ég fékk hann ódýrt og ætti ekki að vera mál að fá í hann ljósastæði. Birtan af þessum ljósum er ávanabindandi.

Ljóst er að ég mun ekki þurfa að hjakka í sama farinu næstu árin. Hef möguleika á að breyta til. Þannig tækifæri grípur maður nánast umhugsunarlaust.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

7 ummæli

 1. Ummæli eftir Björg:

  bíddu nú við. kemuru ekki til okkar (plííís)

  24. maí 2006 kl. 20.12
 2. Ummæli eftir ekk:

  tja, líkurnar á því minnka stöðugt.
  ekkert alveg öruggt enn…
  ek

  24. maí 2006 kl. 22.26
 3. Ummæli eftir Sigga:

  Held að hugsun til vinstri gæti legið í genunum okkar… ég er pólitískt viðrini en sonur minn er með afbrigðum pólitískur og kommentar stöðugt á móti liðinu í stjórnmálaumræðunum í sjónvarpinu… þó hann viti að þau heyri ekki :) Eftir klukkutíma spilar hann á Ingólfstorgi með hljómsveitinni sinni á stórtónleikum sem eru haldnir af ungu Samfylkingarfólki. Var þó ekki viss um að þau væru nógu mikið til vinstri fyrir sig :)

  25. maí 2006 kl. 14.52
 4. Ummæli eftir ekk:

  þrátt fyrir uppvöxt í einu mesta hægribæli landsins eru synir mínir ekki ginkeyptir fyrir hægrinu.
  Það að samkennd og samhjálp sé mikilvæg hef ég drukkið í mig í uppeldinu og sem betur fer komið áfram til þeirra. Samfélag þar sem hver er upp á sjálfan sig kominn hugnast mér ekki.
  ek

  25. maí 2006 kl. 15.53
 5. Ummæli eftir Sigga:

  Sama segi ég. Hef þó alltaf verið hálfgerður vingull í pólitík… sennilega vegna þess að í hina ættina er ég af einni stærstu framsóknarætt landsins. Svo Alexander hefur aldrei fengið “pólitískt” uppeldi frá mér. Kannski hefur maður samt óafvitandi ræktað þessi gildi sem þú nefndir. Hann er bara svo einlæglega sannfærður vinstri maður að hann minnti mig helst á hann pabba þinn :)

  25. maí 2006 kl. 21.41
 6. Ummæli eftir P*aldis:

  ..sá póstinn í dag.. ;o)

  Spennó.. !!!!!!

  26. maí 2006 kl. 11.23
 7. Ummæli eftir ekk:

  jahá sendi þér annan póst áðan og svo anna :)
  ek

  26. maí 2006 kl. 11.50