[ Valmynd ]

fyrir 20 árum keyrðum

Birt 21. júní 2006

við á skítugum vínrauðum volvo fullum af verkfærum í heimasaumuðum fötum í Áskirkju og afi gifti okkur og skírði miðbarnið. Sá elsti hélt honum undir skírn og slengdi hausnum á honum í skírnarfontinn og B grét sig í svefn í fangi ömmusystur sinnar í skírnarskjólnum sem langamma hans heklaði þegar sá elsti var skírður.
Nunna frá Englandi, afkomandi Þorleifs Repps tók að sér að vera guðmóðir barnsins ásamt ömmusystur hans.
Við hjónaleysin gengum saman inn kirkjugólfið, kirkjuverðinum til mikillar furðu og systir mín var svaramaður og bróðir S. Börn og unglingar úr fjölskyldunni spiluðu tónlist í athöfninni og frumfluttur var brúðkaupssálmur eftir móðurbróður minn og afa.
Að athöfn lokinni buðum við upp á grænmetisbökur og hrísgrjónasalat á fjórðu hæð í lyftulausri blokk.
Það hvarflaði ekki að okkur að það yrði svona stutt þar til 20 ára væru liðin…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

  1. Ummæli eftir Sigga:

    Þetta var yndisleg frásögn :) Til hamingju með daginn!

    22. júní 2006 kl. 12.17
  2. Ummæli eftir P*aldis:

    Til Lukku með Daginn !! :o )

    22. júní 2006 kl. 14.34