[ Valmynd ]

tvisvar hafa flogið

Birt 28. júní 2006

fyrir stór brún fiðrildi með appelsínugulum og hvítum flekkjum á vængjunum. Lirfur eru að éta upp limgerðið. Ég vonast eftir að fuglarnir sem syngja hástöfum langt fram á kvöld gæði sér á þeim og komi þannig í veg fyrir að þær nái yfirhöndinni og drepi limgerðið. Ég hef séð að fjallarósir eru sprungnar út í öðrum görðum en á mínum eru enn bara knúppar.
Í þessu vaga þykkholda túristar með bakpoka eftir gangstéttinni. Hvert ætli þeir séu að villast? Hingað eiga túristar sjaldan erindi…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.