[ Valmynd ]

það sem ég hef

Birt 28. júní 2006

fyrir framan mig á skrifborðinu mínu skiptir máli. Það þarf líka að vera nóg af skriffærum og öðrum verkfærum sem ég þarf að grípa til. Ég er ansi veik fyrir krukkum undir blýanta, sú nýjasta er holað innan tré. Ég hef dreift krukkum og krúsum með blýöntum um allt hús, í sumum herbergjum eru tvær. Trélitirnir í sumum þeirra er margra ára. Með vissu millibili fer ég með þær út, tek blýantana í lófann og helli úr þeim ryklónni sem safnast í botninn á þeim.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.