[ Valmynd ]

ég gaf vinkonum

Birt 19. júlí 2006

mínum púrtvín í rauðvínsglösum úti í garði í gærkvöldi. Sem betur fer eru þær ekki uppteknar af etikettum og kippa sér því ekki upp við að fá annað vín en þeim var boðið og hæfði glösunum. Þessar vinkonur mínar eru mátulega kærulausar og kunna að njóta lífsins á eigin forsendum, þurfa ekki á því að halda að gera hlutina “rétt” samkvæmt einhverjum mannasetningum sem enginn veit hvaðan eru sprottnar. Það er gaman að vera nálægt þeim og við hlæjum mikið og hátt.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.