[ Valmynd ]

það mætti halda

Birt 20. júlí 2006

að ég væri á leið í brúðkaup en ekki hálendisferð. Hingað til hefur undirbúningur falist í fótsnyrtingu,klippingu og draumi um andlitsbað. Sá draumur gæti hæglega ræst ef ég vissi hvert maður fer eiginlega í slíkt.
Ég þyrfti að eignast fljótþornandi göngubuxur því mínar eru orðnar of litlar. Líklega eru þær ekki framleiddar fyrir feita frekar en margt annað sem kemur sér vel að eiga.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

  1. Ummæli eftir Sigga:

    Snyrtistofan Ágústa í Hafnarstræti hefur reynst mér ágætlega í þau fáu skipti sem ég hef farið.

    21. júlí 2006 kl. 15.59
  2. Ummæli eftir ekk:

    ja hver veit nema maður skelli sér út fyrir bæjarmörkin.

    21. júlí 2006 kl. 18.14