[ Valmynd ]

þegar ég kem heim

Birt 24. júlí 2006

úr vinnunni og búrskápurinn er galopinn, önnur hver skúffa útdregin og einn eða fleiri leirtausskápar opnir veit ég að yngsti sonur minn hefur komið heim í mat eða kaffi enda eru yfirleitt líka merki um að einhver hefur matast á eldhúsborðinu.Honum finnst óþarfa pjatt að loka skápum, þeir verða hvort eð er opnaðir fljótlega aftur.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.