[ Valmynd ]

ég er að passa

Birt 28. júlí 2006

kisu með tvo kettlinga. Mamman er soldið stressuð yfir þessum beytingum og endaði á að opna glugga í morgun og halda út í heim. Sem betur fer var ég búin að kynna fyrir henni garðinn svo hún rataði að svalahurðinni og kom fljótt til baka. Til stóð að halda henni inni í viku svo hún vendist nýju umhverfi en henni leist ekki á það og sýndi frumkvæði og fékk sitt fram. Kettlingarnir eru sprellfjörugir og taka rispur og hlaupa um og kútveltast um gólfið og hrynja svo niður af þreytu og sofa á stað sem þeir völdu sér sjálfir, auðvitað ekki þar sem þeim var ætlað að sofa.
Miðbarnið mitt er farið á Interrail um Evrópu og verður í rúman mánuð í burtu. Hann og kærastan skipulögðu ferðina sjálf og ég skipti mér ekki af neinu að mínu mati. Ekki alveg víst að hann sé sammála því…
Gaman að sjá son sinn sjálfbjarga og sjá um sín mál sjálfan.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

4 ummæli

 1. Ummæli eftir P*aldis:

  :) æj… sætir kisulórar

  - verður ekki bara einn eftir hjá þér ;o)

  2. ágúst 2006 kl. 3.17
 2. Ummæli eftir ekk:

  já þeir eru ómótstæðilegir á þessum aldri en verða svo stórir og stundum þreytandi kettir. Ég er búin að afgreiða þennan pakka held ég :)

  2. ágúst 2006 kl. 16.27
 3. Ummæli eftir P*aldis:

  .. en hvað gerir mar, ef kisan manns er orðin gömul og stór og feit og soldið ljót..

  - þá sagði jeg einu sinni fyrir langa löngu, var mjér sagt.. að mar bara lætur hana eignast kettling.. þá fær nýjan.. og skilar gamla

  3. ágúst 2006 kl. 2.47
 4. Ummæli eftir ekk:

  já ég man eftir því að þú sagðir þetta :)

  3. ágúst 2006 kl. 14.54