[ Valmynd ]

ég er smátt og smátt

Birt 6. ágúst 2006

að lenda eftir fjögurra daga göngu um öræfin norðan Vatnajökuls. Það tekur mig ótrúlega langan tíma. Ég er innni í mér að vinna úr þessari ferð og velta fyrir mér hvað ræður því hvaða áhrif hún hefur á mig. Ferðin var erfið fyrir líkama og sál. Mér finnst ekkert rómantískt við að tjalda í rigningu og roki en maður gerir það samt og kemur óskemmdur frá því. Ég hef heldur ekki fundið fyrir sterkri þörf til að sameinast náttúrinni með því að ganga örna minna í henni en maður lætur sig líka hafa það en gleðst virkilega yfir því að hafa vatnsklósett heima hjá sér.
Náttúran á þessu svæði er margbrotin og nærir sálina. Það er sérkennileg tilfinning að hugsa til þess að stór hluti hennar verði horfinn innan nokkurra vikna. Tvær dagleiðirnar voru of langar til að ég næði að njóta þess sem fyrir augun bar, alla vega seinni hluta dagsins. Ég fer í göngur í náttúrunni til að njóta hennar en ekki til að vinna líkamleg afrek. 6-7 tíma ganga á fallegum stað er fín fyrir mig en þegar þetta verða 9-10 tímar þá geng ég í fullkomnu tilgangsleysi í 2-3 tíma. Ég hef það af en líkaminn tekur völdin og öll mín orka fer í að koma mér úr sporunum þannig að ég sé lítið sem ekkert af því sem í kringum mig er. Ég finn ekki þetta sem fólk talar um að þegar það gengur nærri sér að þá verði það svo ánægt með sig eftir á. Ég er ánægð á meðan ég nýt ferðarinnar, annað eru nú bara hálfgerð leiðindi.
En að fólki skuli finnast í lagi að fórna þessu landsvæði til stóriðjuframkvæmda það skil ég bara ekki. Framkvæmdirnar teygja anga sína mjög víða og munu hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar langt inni í framtíðina. Stjórnvöld vilja helst loka augunum fyrir því og taka sénsinn. Það lýsir ekki hugrekki heldur fífldirfsku…

Flokkun: Hitt og þetta.

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

 1. Ummæli eftir P*aldis:

  Ljósmyndakeppni

  JEG MYNDI POTTÞÉTT SENDA EITTHVAÐ AF MYNDONUM ÞÍNUM !!! - jeg get hjálpað þér með smá photoshop, ef þú villt ;o)

  t.d. þessa og island !

  Rosalega fallegar og skemmtilegar myndirnar þínar !!!

  Eimskip vill fá myndirnar í ferkannt.. 30*30cm
  ..ef þú pælir frekar í þessu.. ;o)
  - þú ert jú alltaf á spennandi slóðum
  .. og augun þín sjá spennandi vinkla ;)

  8. ágúst 2006 kl. 13.48
 2. Ummæli eftir ekk:

  æ takk
  ekki verra að fá hrós frá prófessional ljósmyndara
  S á nú heiðurinn af flestum þessum myndum :) Það rigndi svo mikið að mér finnst allar myndirnar vera soldið eins og í móðu. Hins vegar væri gaman að fá hjálp með photoshop. var ég ekki í gamla daga að kenna þér á eitthvað forrit???

  8. ágúst 2006 kl. 15.29