[ Valmynd ]

ég hjóla til og frá

Birt 11. ágúst 2006

vinnu flesta daga það tekur mig sirka 30 mínútur í logni. Ef ég tek strætó er ég næstum 40 mínútur á leiðinni. Vona að veturinn verði snjóléttur og lygn svo ég þurfi sem sjaldnast að taka strætó.
Ég þarf reyndar að fara yfir nokkur mikil gatnamót og mér finnst ég vera í bráðri lífshættu þó ég haldi mig á gangstéttinni. Ég skynja rosalegt óþol í bílstjórunum og ferðin stundum svo mikil að mér finnst ekkert mega útaf bregða svo einhver bíllinn skoppi upp á gangstétt og á mig. Ef einhver hikar örlítið þá er flautað af miklum móð á viðkomandi og pirringsstigið hækkar verulega í umhverfinu. Mikið held ég lífið væri gott ef enginn væri á leiðinni neitt og við gæfum okkur tíma til að staldra við og …

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.