[ Valmynd ]

ég var heldur sein

Birt 12. ágúst 2006

að reita arfa því fræin poppuðu út um allt þegar ég stakk þá upp. Ef það væri mold í augunum á mér myndi arfa festa þar rætur. Ég sá eitt rautt rifsber en mikið af grænjöxlum. Ég tók inn þrjár kræklóttar rauðar rósir og setti í vatn í glærum vasa. Býflugur suðuðu í kringum mig í rabbabarabeðinu og ein þeirra nuddaði sér undarlega utan í hey í safnkassanum. Kisurnar sem ég er að passa njóta sín vel við að skríða á milla runna og eltast við fiðrildi eða flatmaga bara á sólstólunum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

  1. Ummæli eftir Sigga:

    Sumarið greinilega loksins komið :)

    13. ágúst 2006 kl. 22.26
  2. Ummæli eftir ekk:

    og ekki seinna vænna …

    13. ágúst 2006 kl. 23.47