[ Valmynd ]

er á leið á fund

Birt 15. ágúst 2006

til að fá svör við ýmsum spurningum svo ég geti haldið áfram með mína vinnu. Sérstök reynsla og ný fyrir mér að vera upp á vinnu annarra komin til að geta sinnt mínum störfum. Mér finnst ég áður hafa getað unnið eftir mínu höfði og verkefnin ekki verið háð því að aðrir kláruð sitt fyrst til að ég gæti svo tekið við. Maður verður áþreifanlega var við hvað traust er mikilægt undir þessum kringumstæðum. Að vera sannfærður um að fólki sé treystandi er sáluhjálparatriði annars yrði maður fljótlega ein taugahrúga.
Ég er enn ekki orðin dómbær á hvort þetta er gott eða slæmt, enn er þetta bara nýtt…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.