[ Valmynd ]

verandi ein heima

Birt 22. ágúst 2006

ætluðum við S að nýta okkur ókeypis vikuaðgang að Laugum. Mæltum okkur mót í dag við mann til að kenna okkur á herlegheitin. Augun skönnuð og svo vísað í átt að glerhurð og sagt að skipta um föt. Síðan myndi einhver H… vera inni og sýna okkur. Þegar fyrir innan glerhurðina var komið blasti við fólk af öðrum heimi sem ráfaði galtómt í augunum um sal fullan af tækjum. Enginn til að taka á móti okkur og engin búningsklefi í augsýn. Fólk streymdi eins og á færibandi upp og niður stiga í öllum áttum margir héldu á flöskum eða brúsum með einhverskonar stút efst. Mér fannst ég eins og stödd í vísindaskáldsögu og sá strax að þarna átti ég ekki heima og sneri við út á punktinum. Ég tilheyri ekki markhópi þessarar líkamsræktarstöðvar, það er ljóst enda vil ég nú frekar hjóla og ganga úti en inni í þessu kraðaki af kófsveittum svefngenglum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.