[ Valmynd ]

hversdagsleikinn slengist

Birt 12. september 2006

framan í mann um leið og maður kemur heim. Grámyglan í veðrinu undirstrikaði það. Rútínan er fljót að slæva mann og hinir Parísardamahversdaglegu hlutir verða bara eins og hvert annað viðvik sem maður gleymir jafnóðum að maður hafi gert.
Fallegir morgnar eru til bóta. Birtan í morgun er hrífandi en ég sé á henni að það er ekki hlýtt úti. Það er logn sýnist mér því rósarunnar og skógartoppur rétt bærast í vindinum. Sólin er lágt á lofti og það glampar á skærgulan Útlagann.
Ég á eftir að nærast vel á fyrstu ferð minni til Parísar með mörgum konum. Við sátum t.d. í steikjandi hita í Lúxemburgarðinum og drukkum rauðvín og átum osta og vínber og lásum upphátt hver fyrir aðra um ferðir Önnu frá Moldnúpi í París. Við borðuðum þríréttaða máltíð í hádeginu á veitingastað á D´Orsy safninu sem er í fyrrverandi járnbrautarstöð, og þvílík bygging. Hátt til lofts og vítt til veggja og listaverkin eru svo mörg að það er nánast yfirþyrmandi. Mörg þeirra þekkir maður af myndum og það er mögnuð upplifun að standa fyrir framan þau í alvörunni.
Bókmenntabar, bókabúð þar sem hægt er að gista, lítil eldgömul kapella sem var byggð utan um þyrnikórónu krists, miðaldasafn í klaustri, Signa, besti ís í heimi, mannfólk, erill, hlátur, varalitur, þjófar, of þungar konur í lítilli lyftu, ævintýri…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

5 ummæli

 1. Ummæli eftir Björg:

  París er engri lík, skoðaðiru vatnaliljur Monet á Musé d’Orangerie (held að þetta sér rétt) undursamlegt. Sakna þess að hafa ekki litríku þig í mínum hversdegi. Hugheilar B.

  12. september 2006 kl. 15.54
 2. Ummæli eftir ekk:

  vatnalijur Monet sá ég á Musé D´Orsy þarf sem ég borðaði líka þríréttaðan hádegisverð í gullskrýddum björtum sal með fallegum ljósakrónum.
  guðdómlegt…
  ek

  12. september 2006 kl. 17.50
 3. Ummæli eftir Rosa:

  Kaera Edda, gaman ad lesa um ykkur lessystur minar i Paris. Skrifadu meira, t.d. um of thungar konur i lyftu. Og takk, takk fyrir kortid. Eg safna vinkonum minum a isskapinn og i nattbordsmyndaalbumid - i formi korta og mynda og ljoda. Bestu kvedjur fra San Diego

  12. september 2006 kl. 21.49
 4. Ummæli eftir ekk:

  Við fórum fjórar í pínulitla lyftu sem bara máttu fara þrír í og festumst í lyftunni. Eftir tölvuverð hróp og köll kom næturvörður og opnaði fyrir okkur en þá var gólfið í brjósthæð. Rannveigu þurfti ég að lyfta á öxlina á mér og rúlla út á gólf þar lá hún afvelta og gat ekki með nokkru móti staðið upp. Tóta komst af sjáfsdáðum upp úr lyftunni og ég líka en Soffía var í svo fínum þröngum kjól að næturvörðurinn þurfi að aðstoða hana tölvuvert, kófsveittur og taugaveiklaður yfir þessum vandræðum.
  Við hlógum mikið þegar þetta var yfirstaðið :)
  ek

  13. september 2006 kl. 13.10
 5. Ummæli eftir P*aldis:

  aaaaaaahahahah ahahaha…

  ..enn ótrúlega skemmtileg ferð hjá ykkur “systrum” - gaman !!
  p.s.
  svona vandræði eru alltaf skemmtileg - eftirá -
  ..ef allt fer vel að lokum, auðvitað!!

  21. september 2006 kl. 14.40