[ Valmynd ]

ég varð áþreifanlega

Birt 6. október 2006

vör við hreyfingu jarðar í jarðarför í dag. Fyrst blindaði sólin mig, svo hvarf hún bak við vegg á milli glugga en skein svo stuttu síðar inn um næsta glugga aftur beint í andlitið á mér. Rykið í kirkjunni sveif um í sólargeislunum, kona í sólgulri kápu nokkrum bekkjum fyrir framan mig fiktaði stöðugt í hárinu á sér. Ungur rauðhærður drengur á fremsta bekk skimaði með vissu millibili aftur fyrir sig í leit að kunnuglegum andlitum og brosti blítt til þeirra sem hann þekkti.
Stundum fer maður ekki í jarðaför til að fylgja þeim dána heldur til að styðja þá sem eftirlifa.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.