mér finnst ömurlegt
Birt 9. október 2006
að ég skuli ekki hafa trú á því að fyrirhuguð lækkun á matvöruverði í mars muni skila sér til mín. Einhverra hluta vegna finnst mér líklegra að verslunin gleypi þessa lækkun. Ég treysti ekki þeim sem stjórna landinu og ekki þeim sem reka verslun í landinu. Það er slæmt að vera fullur vantrausts og örugglega óhollt líka. Það er spurning hvort þetta er óþarfa bölsýni eða hvort það byggir á reynslu…
Flokkun: Óflokkað.
Því miður er ég voða hrædd um að þetta byggist á reynslu. Ég hugsa svona líka.
eins og mann langar að vera bjartsýnn…