mér hefndist heldur
Birt 10. október 2006
betur fyrir snyrtimennskuna í dag. Ef ég hefði spýtt tyggjóinu mínu á gangstéttina í morgun í stað þess að vilja endilega henda því í ruslafötu sæti ég ekki hér með glóðarauga og bólgna kinn. Maður má ekki taka vettling af annarri hendi og bremsa skart með hinni. Ég lærði í morgun að þá er hætt við að maður fái hjólastýrið í augað.
Flokkun: Óflokkað.
Og hjálmurinn hefði ekki varið þig gegn því, eða hvað?
nei í þessu tilviki hefði hann ekki breytt neinu.
En ég hugsaði samt til hans þegar ég staulaðist á lappir