[ Valmynd ]

oft er í holti heyrandi nær

Birt 24. október 2006

fyrir mörgum árum fórum við systir mín oft að renna okkur á skautum á Tjörninni. Þegar okkur var orðið kalt gátum við hlaupið yfir Tjarnargötuna og fengið að hlýja okkur á skrifstofunni hjá pabba. Slökkvistöðin var þarna rétt hjá og eitt sinn þegar næstum var keyrt á systur mína í einni ferð okkar yfir götuna kom slökkviliðsmaður og huggaði hana. Það vantaði framan á einn fingur slökkviliðsmannsins og þó ég muni ekki hvaða fingur var styttri man ég vel hvað mér fannst þetta mikilfenglegt. Nánast merkilegra en að næstum hafði verið keyrt á systur mína. Ekki er ólíklegt að við höfum fengið að hringja heim til að láta mömmu vita af þessum ævintýrum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.