[ Valmynd ]

ef ég hefði vald til

Birt 12. nóvember 2006

myndi ég minnka letrið á dagsetningunum í sniðmátinu sem ég er að nota. Skil ekki alveg afhverju dagsetningin er höfð svona stór. Í aðra röndina vil ég samt ekki vera að pirra mig yfir þessu. Mér finnst lítilmótlegt að vera að hafa áhyggjur af svona miklu smámunum þegar fólk þjáist vegna stríðsreksturs, hungurs, illvígra sjúkdóma og annarra stórvægilegra hörmunga. Ef ég hefði vald til myndi ég koma í veg fyrir stríðshörmungar, sjá til þess að fólk hvar sem er í heiminum fengi að borða og vinna að því að fjármagn væri eytt í rannsóknir á illvígum sjúkdómum og að því loknu myndi ég ganga í það að breyta stærð letursins á sniðmátinu ef ég væri hreinlega ekki hætt að láta það valda mér hugarangri… 
Það er ekki þess virði að eyða orku sinni í smámuni, maður þarf að velja hvað maður lætur angra sig og vinna að því hafa áhrif til góðs í þeim málum sem mögulegt er.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.