[ Valmynd ]

samkvæmt Morgunblaðinu í dag

Birt 19. nóvember 2006

er helsta ástæða þess að konur fara ekki út ómálaðar, sú að þær gætu gengið fram á fyrrverandi kærasta og þá er eins gott að líta vel út svo þeim finnist þeir ekki hafa verið heppnir að sitja ekki uppi með þær. Ég er ekki alveg með á nótunum, skil ekki af hverju það er mikilvægt að líta vel út í augum fyrrverandi kærasta. Hvaða máli skipta þeir eiginlega? Líta konur þannig á að þær séu verðlaun sem menn missa af eða hreppa?  Vilja konur enn helst vera augnayndi fyrir karlmenn? skiptir það okkur enn meira máli en það hverju við höfum áorkað í ífinu? Ég get skilið að fólk vilji líta vel út en mér finnst ansi langt gengið ef það er fyrst og fremst mikilvægt vegna kærasta úr fortíðinni.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

3 ummæli

 1. Ummæli eftir Björg:

  Mér varð hugsað til þín þegar ég var að skoða þessa síðu http://www.oxgangs.ik.org/

  Gamlir kærastar fá mig ekki til að setja á mig maskara og gloss, ég er meira fyrir núið og framtíðina : )
  kv. Björg

  19. nóvember 2006 kl. 23.14
 2. Ummæli eftir ek:

  Fallegar myndir og góð hugmynd að fá nemendur til að kynna skólann sinn svona.
  gott að vita að þessi lýsinga Moggans á ekkki við um okkur allar…

  20. nóvember 2006 kl. 9.55
 3. Ummæli eftir Sigga:

  Nei, þetta er nú fáránlegasta skýring sem ég hef lesið á ævinni. Ég svo sem mála mig aldrei hvers dags, svo ég er kannski ekki dómbær :) Ég er líka svo frjálsleg að ég hef farið á náttbuxunum út í bakarí og finnst það bara notalegt. Sjálfsagt eins gott að ég er að vinna á fjölmiðli sem maður verður ekki frægur :) Þegar ég punta mig er það fyrir sjálfa mig… og í mesta lagi fyrir hann Garðar minn :)

  30. nóvember 2006 kl. 15.44