[ Valmynd ]

einföld uppskrift sem fyrrverandi samstarfskona mín bað um

Birt 22. nóvember 2006

Ég kaupi lifrakæfu, sveppi og beikon.
Sker beikonið í litla bita og steiki á pönnu.
Tek beikonið af pönnunni og set saxaða sveppina á pönnuna og steiki þá snöggt.
Set lifrakæfuna í skál og hræri sveppunum og beikoninu saman við.
Set allt í eldfast mót, set álpappír yfir eða lokið af mótinu ef það fylgir.
Baka við 200°í 30-40 mínútur.
Sumir myndu setja dulítið af sveppum og beikoni ofan á kæfuna til að hafa það krönsí með.
Gott að bera fram með snittubrauði og góðri sultu nú eða rúgbrauði, rauðkáli og súrum gúrkum…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

 1. Ummæli eftir P*aldis:

  ummmmm.. namm namm. .. .

  23. nóvember 2006 kl. 18.18
 2. Ummæli eftir ek:

  :)
  ansi danskt nema þeir myndu líklega búa kæfuna til frá grunni. Hakka lifur og …

  23. nóvember 2006 kl. 19.10