[ Valmynd ]

helgi hinna

Birt 26. nóvember 2006

skoron.giffullkomnu rólegheita. Ég hef ekki gert neitt, fyrir utan að elda þvo, lesa, hlusta á útvarp, horfa á sjónvarp og sofa. Fann reyndar húfuna mína undir snjónum á svölunum. Hún hafði dottið af grillinu og horfið undir snjóinn. Ég þurfti að viðra hana eftir að hún hafði verið í bíl yngsta sonar mins og angaði því af viðbjóðslegri gervilykt. Annað afrek var að klára bókina um tilurð veggteppanna um stúlkuna og einhyrninginn. Hefði ekki nennt að klára hana nema af því ég hef séð teppin með eigin augum og hafði því gaman af að lesa um tilurð þeirra og vinnubrögðin við gerð þeirra. Þetta er ekki heimildaskáldsaga en lýsir þó vinnubrögðunum af nákvæmni. 

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.