[ Valmynd ]

Færslur janúarmánaðar 2006

líklega er ég ekki

30. janúar 2006

sú fyrsta sem kem út af heilsugæslustöð með bláa plastpoka á fótunum. Ég var reyndar ekki komin mjög langt þegar ég uppgötvaði þetta. Ég var í mesta basli með að ákveða hvað ég ætti að gera við þá bláu, engin ruslafata var í augsýn og ekki nennti ég að snúa við og skila þeim. Ég […]

Ummæli (3) - Óflokkað

heklaði þrjár húfur

29. janúar 2006

á tveimur dögum. Sinnti samt engri handavinnu í saumaklúbb. Þar kryfjum við bara þjóðmálin og hlæjum eins og vitleysingar að eigin fyndni sem enginn annar skilur. Það er spurning hvort einhver notar þessar húfur, en það er aukaatriði. Kannski ég sendi þeim yngsta þá marglitu og miðdrengurinn lætur eins og hann myndi hugsanlega nota þá […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég hljóp út

27. janúar 2006

í vorið. Hjólaði vettlingalaus út í búðog keypti mér hvíta túlípana. Á heimleiðinni sá ég sólskinsbjarta bletti af himni bak við þunn grá ský.

Ummæli (2) - Óflokkað

heillandi

26. janúar 2006

tilvitnun sem ég rakst á.
Það sem heillar mig við hana er áminningin um að vera ekki að velta fyrir sér hvað öðrum finnst og láta það stoppa sig. Að hafa hugrekki til að vera ókúl er mikilvægt og vera ekki ofurseldur þeirri áþján sem getur falist í því að vera stöðugt undir mælikeri annarra.

En nú […]

Ummæli (0) - Tilvitnanir

mági mínum varð

að orði að nú væru innan við fimm mánuðir þar til daginn færi að stytta aftur. Maður hefur þó val um að kvíða því eða njóta þess fram að því að dagurinn verður stöðugt lengri…

Ummæli (0) - Óflokkað

mikið eigum við

24. janúar 2006

systurnar falleg börn. Svo eru þau klár líka sem skiptir auðvitað enn meira máli. Svei mér þá við getum sko verið stoltar af þeim öllum saman, smáum og stórum. Ljósmyndarinn frænka mín setti saman skemmtilega syrpu af myndum frá áramótunum. Þar koma fram miklir hæfileikar hennar.

Ummæli (6) - Óflokkað

ég held að ráðherrann

23. janúar 2006

sé eitthvað að misskilja umræðuna . Ef kynslóðirnar skilja ekki hvor aðra þá mun stofnun um íslensk fræði ekki brúa það bil. Þetta er miklu frekar samfélagslegt vandamál en íslenskufræðilegt. Tungumál sem er notað lifir. Tungumál sem er læst inni í musteri fræðanna deyr. Brúin milli kynslóðanna felst í samskiptum. Börn og unglingar sem ala […]

Ummæli (5) - Óflokkað

þennan dag

ársins verður mér alltaf hugsað til hverfulleika lífsins. Ekkert er gefið og engu er lofað, við eigum bara vísa þá stund sem er núna.

Ummæli (0) - Óflokkað

við erum orðnar svo gamlar

22. janúar 2006

í saumaklúbbnum mínum að við ráðum ekki við að finna dag til að hittast. Ruglumst á mánaðardögum og ein er farin til Kanarí eins og eldri borgari. Ef okkur tekst að hittast í þessum mánuði má segja að það sé kraftaverk. En við höfum skrifast töluvert á til að skipuleggja og það er gaman. Jafnast […]

Ummæli (0) - Óflokkað

missti af strætó

21. janúar 2006

og var svo læst úti þegar heim kom en hélt þó ró minni. Gekk fram og til baka á klakabunkum á strætisvagnastoppistöðinni og notaði símann til að taka myndir í garðinum heima á meðan ég beið eftir að B kæmi með lykla.

Ummæli (0) - Óflokkað