[ Valmynd ]

Færslur janúarmánaðar 2006

í ljósaskiptunum var

20. janúar 2006

súrrealískt að standa við hávær gatnamót á Kringlumýrabraut með Joe Cocker syngjandi í eyrunum. Lélegt fjarlægðarskyn mitt sparaði mér leigubílakostnað þegar ég ákvað að ganga á Borgarspítalann. Ég held að amma hafi orðið ansi þreytt af öllu málæðinu í þeim sem voru að heimsækja hana.

Ummæli (0) - Óflokkað

það snjóar meira

19. janúar 2006

að segja í sjónvarpinu hjá mér og hefur gert síðan löngu fyrir jól. Það hefur aldrei gefið til ferðar upp á þak. Það verður að vera þurrt til að það sé óhætt. Það er spurning hvort ég ætti að fara upp núna?Nei, ég fer frekar út í göngutúr í sólinni áður en hún hverfur á […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég mokaði tröppurnar

18. janúar 2006

bara sjálf. Óttaðist að aftur væri komið frost ef ég biði eftir því að karlmennirnir hefðu tíma. S hefði auðvitað verið fljótari en ég en hann hefði ekki fylgst jafnvel með hverri gusu úr skóflunni svífa um loftið og skiptast í nokkra mola og falla svo til jarðar. Hann hefði heldur ekki verið í stórmunstruðum […]

Ummæli (5) - Óflokkað

ég stefni að því að

moka tröppurnar hjá mér í hlákunni sem nú ríkir. Fólk er í lífshættu á leið sinni um tröppurnar. Kannski ég ætti heldur að fá þann yngsta til að moka…

Ummæli (0) - Óflokkað

málverkið mitt er

17. janúar 2006

loksins komið í hús. Ég verð alltaf glöð í sinni þegar ég horfi á myndina.Munnvikin lyftast ósjálfrátt. Ég held ég gæti orðið háð því að kaupa málverk en hvorki buddan né veggpláss á heimilinu leyfir þá fíkn. Ég er þó staðráðin á að eignast líka verk eftir frænku mína helst næst þegar óvæntir peningar detta […]

Ummæli (0) - Óflokkað

krummi settist á mæni

16. janúar 2006

hússins sem blasir við mér útum gluggann. Honum skrikaði fótur og litlu munaði að hann rynni á bringunni niður þakið. Hann krunkaði hátt og ergilega í smástund en flaug svo burt.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég virðist helst vera

13. janúar 2006

bænheyrð þegar óskir mínar snúast um veður. Sem krakki óskaði ég þess lengi og mikið að rigndi einhversstaðar í Afríku þar sem ríktu miklir þurrkar. Mér varð svo kirfilega að ósk minni að flóð stóðu þar yfir lengi. Undanfarið hef ég óskað þess að snjóaði svo birti. Það er óhætt að segja að ég hafi […]

Ummæli (0) - Óflokkað

þessa dagana er

12. janúar 2006

rétti tíminn til að fara á fætur kl. 9:30. því þá er komin smá skíma og maður getur fylgst með þegar birtir. Mér gengur ekki vel að snúa sólahringnum við en tannlæknaferð rak mig á fætur í kolniðamyrkri í morgun. Á heimleiðinni var aðeins farið að birta. Hver ræður því eiginlega að við erum að […]

Ummæli (0) - Óflokkað

væri ég áskrifandi að

11. janúar 2006

DV myndi ég segja því upp núna. Hefði ég einhvern tíma keypt DV myndi ég aldrei gera það aftur. Ef ég læsi Dv myndi ég ekki gera það framar.
Látum í okkur heyra

Ummæli (0) - Óflokkað

amma tengdadóttur minnar

10. janúar 2006

var kvödd í dag. Við hjónin þóttumst himinn höndum hafa tekið þegar við fundum laust ókeypis stæði á Sóleyjargötunni. Því miður átti forsetinn stæðið og kirkjugestir horfðu á Vökubíl draga bílinn eftir Fríkirkjuveginum. Ég gerði heiðarlega tilraun til að hlaupa mömmu mína uppi en það mistókst hrapalega þegar hún beygði frá mér. Ekki þýddi að […]

Ummæli (0) - Óflokkað