[ Valmynd ]

Færslur janúarmánaðar 2006

ég naut þess sérstaklega

9. janúar 2006

að horfa á þennan þátt í sjónvarpinu. Ekki það að ég hafi haft sérlega mikinn áhuga á málefninu en efnistökin voru mjög skemmtileg. Myndskreytingin í þættinum höfðaði sterkt til mín. Landslagsskotin voru falleg og birtan mögnuð. Hvað réð því leikstjórnin eða myndatakan hef ég ekki vit á en var þakklát fyrir að horfa á góðan […]

Ummæli (1) - Óflokkað

skráir maður líf

8. janúar 2006

sitt af því manni finnst það merkilegt eða reynir maður að gera líf sitt merkilegt með því að skrá það? Skráning á lífinu er þjálfun í því að taka eftir. Mikilvægast er þó að vera þátttakandi en ekki bara áhorfandi. Skráning gerir mann ekki að þátttakanda…

Ummæli (0) - Óflokkað

í annað sinn

5. janúar 2006

á ævinni sá ég konu nýkomna úr baði standa á tröppum heimilis síns. Í þetta sinn var sú sem ég sá vafin í blátt handklæði enda albjart úti. Hún greiddi blautt, sítt, ljóst hár sitt úti á kuldanum og sneri baki í fólkið sem fór hjá.

Ummæli (0) - Óflokkað

hálf finnst mér

óviðurkvæmilegt þegar farið er að geta sér til um hvað gerist ef veikur stjórnmálamaður deyr. Má ekki leyfa fólki að lifa þar til það deyr?

Ummæli (0) - Óflokkað

ég þarf að fara

4. janúar 2006

að læra aftur eftir lengsta jólafrí sem ég hef fengið á ævi minni. Ég hef varið miklum tíma í fríinu með Nautaflatafólkinu hennar Guðrúnar frá Lundi og öðrum íbúum Dalsins, eins og Þóru í Hvammi og Dodda á Jarðbrú og Línu konunni hans sem hreppstjórinn barnaði. Ég hef drukkið með því kaffi og fylgst með […]

Ummæli (0) - Bækur

nú er spurning hvort

2. janúar 2006

maður á að vera maður sjálfur og líta út eins og frjósemidgyðja eða hlaupa á eftir fjöldanum. Sérviska er eftirsóknarverðari en samheimska en ég vil samt halda heilsunni og geta gengið upp um fjöll og firnindi. Ég ætla ekki að þrjóskast við, til þess eins að fylgja ekki straumnum. Það er heimskulegt ef það bitnar […]

Ummæli (0) - Óflokkað

minningin um kryddlegnar

apríkósur með hamborgarahrygg fylgir mér fyrstu skrefin inn í nýja árið. Það er vel til fundið að vera með samskot á matarborðið því sumir er hugmyndaríkari en aðrir þegar kemur að matseld. Sex ára frænka mín málaði portrett af veislugestum og seldi þeim á 50 krónur nei 50 kall eins og hún sagði sjálf.

Ummæli (0) - Óflokkað