[ Valmynd ]

Færslur febrúarmánaðar 2006

hjólaviðgerðarmaðurinn

28. febrúar 2006

minn er fluttur eitthvert út í buskann. Það hefur verið lúxus að hafa hann nálægt sér. Nú verður meira mál að láta stilla gíra og smyrja keðju eins og alltaf þarf að gera eftir veturinn. Ætli ég verði ekki að læra að gera þetta sjálf. Ég sé mig heldur ekki alveg fyrir mér í strætó […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég reimaði á mig

27. febrúar 2006

nýja, snjakahvíta strigaskó, setti á mig húfu og hjólaði út í blíðuna. Kom við á bókamarkaði og keypti nokkrar bækur, ljóð og fróðleik um jurtir o.fl. Hélt svo áfram ferð minni í annað bæjarfélag til að heimsækja ömmu og afa. Þau voru ekki heima svo ég kom við hjá systur minni, en þar var ekkert […]

Ummæli (0) - Óflokkað

í gær gerði sex ára

frænka mín tilraun til að kenna mér að dansa. Þegar hún var búin að kenna mér nokkur grunnspor settum við tónlist á og reyndum að dansa sporin við hana. Ef mér varð á að gleyma mér og dansa af innlifun hrópaði hún á mig: “þú mátt ekki vera öll á iði og gera bara það […]

Ummæli (4) - Óflokkað

það er skrýtið að það

26. febrúar 2006

skuli koma upp á sama tíma að börnum er kennt í auglýsingum að þau geti sett mörk varðandi líkama sinn að barn lendir í 8. sæti sem kynþokkafyllsta kona landsins.Er mikilvægara að kenna börnum að neita fullorðnum um að misnota þau kynferðislega þegar fullorðnir eru búnir að gera þau að kynverum?Hljóta það ekki að vera […]

Ummæli (3) - Óflokkað

ég sit eins

25. febrúar 2006

og rússneskur fursti í illa hituðum kastala með teppi um axlirnar og reyni að betrumbæta verkefni sem ég er að vinna. Það er ekki af því ég hafi ekki efni á að kynda heldur vil ég hafa alla glugga opna vegna bjóðs sem ég hélt í gærkvöldi. Svo nenni ég ekki að klæða mig þar […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég rétt náði

24. febrúar 2006

að stoppa áður en ör hæfði mig í gönguferð í dag. Hún lenti með háum smelli á bíl við hliðina á mér. Þrír strákar hlógu hræðslulega og hlupu upp brekku og sóttu örina sem reyndist vera trjágrein sem þeir höfðu brotið af limgerði í einhverjum garði.

Ummæli (0) - Óflokkað

það hefur margt

23. febrúar 2006

gerst á tæpu ári eða einu og hálfu ári öllu heldur.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég hef verið að

22. febrúar 2006

lesa skýrslur í dag. Það er leiðinlegt fyrir utan hvað það er skrýtið að lesa einhverskonar lofgjörð um hluti sem maður hefur enga trú á. En það er allt á sömu bókina lært hjá mér, ég held ég sé of gagnrýnin. Lýsir sér í því að mér finnst fólk oft ánægt með störf sín og […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er ánægð

21. febrúar 2006

með þetta. Maður hætti að fara með unglingana sína nauðuga á söfn vegna þess að það kostaði of mikið. Þegar það er orðið ókeypis gerir maður það frekar og gefur þannig börnunum sínum minningar um safnaferðir. Fyrsta skipti sem ég gekk á parketi var í Listamannaskálanum. Gleymi aldrei hljóðinu sem heyrðist þegar fólk gekk þar […]

Ummæli (0) - Óflokkað

í slagveðrinu

fór ég berfætt út í garð til að upplifa veðrið stutta stund. Þá vakti ein rós athygli mína. Hún er ekki sérlega falleg, kræklótt, visin og slepjuleg. Lítur þó einna helst út fyrir að hún sé á leið að springa út. Eða kannski eru þetta leifar af fegurð sem aldrei náði að blómstra.

Ummæli (0) - Óflokkað