[ Valmynd ]

Færslur febrúarmánaðar 2006

nefið á mér er fullt af

20. febrúar 2006

ryki. Kannski væri nær að segja að það sé fullt af salla því þetta ryk er svo fínt að það líkist meira salla sem leggst yfir allt eins og gagnsæ himna. Ég ætla að reyna að losa mig við þetta af heimilinu í dag með markvissum aðgerðum. Sögun er lokið í nýbyggingunni þó líklega smjúgi […]

Ummæli (0) - Óflokkað

frænka mín krækti í mig

18. febrúar 2006

og ég geri það sem ég get til að bregðast við því:*4 störf, sem ég hef unnið við .. . er m.a.- barnapía- sumarstelpa í sveit- sendill- kennsla* 4 uppáhalds bíómyndir, sem ég hef horft á oftar en *1 *2..Horfi yfirleitt ekki oft á myndir þó ég fíli þær en man eftir þessum-sound of music […]

Ummæli (0) - Óflokkað

í kuldanum

17. febrúar 2006

hugsa ég um sumarblóm. Hlakka til að setja margarítur í potta og sjá prestabrána mína blómstra. Ég man ekki hvar ég setti hana þegar ég þurfti að færa hana vegna byggingaframkvæmda hún kemur í ljós einhversstaðar í garðinum seinni part sumars.
Fram að þeim tíma nýt ég krýsu í potti á skrifborðinu og læt mig dreyma […]

Ummæli (0) - Óflokkað

þegar ég sá

16. febrúar 2006

þessa mynd á forsíðu mbl.is áðan hélt ég fyrst að þetta væri listaverk. Mér fannst litirinir og uppstillingin á einhvern hátt kunnugleg. Við nánari athugun kom svo í ljós að þetta er ljósmynd sem lýsir hryllingi sem viðgengst í veröldinni.Sjón mín er orðin svo undarlega döpur með árunum að ég sé veröldina í rósrauðum bjarma […]

Ummæli (5) - Óflokkað

í byrjun desember

keypti ég sérlega fallega rauð epli. Þegar ég sá þau í búðinni var fyrsta hugsun mín sú að þessi epli myndi ég ekki vilja borða því þau virkuðu svo gervileg.
Þessi gljáandi, dimmrauðu epli setti ég í pott út á tröppur. Þar hafa þau verið síðan og sér ekki á þeim.

Ummæli (0) - Óflokkað

þegar ég leit upp

15. febrúar 2006

var klukkan orðin korter yfir fimm og ég enn á náttfötunum. Ég er búin að vera svo dugleg að læra að ég hef ekki orðið vör við daginn. Er ég þá búin að tapa þessum degi eða græða annan sem ég þarf ekki að nota til að læra?

Ummæli (0) - Óflokkað

frábær hugmynd

14. febrúar 2006

að bjóða í kvöldmat í 9 ára afmæli. Maturinn var guðdómlegur, afmælisbarnið spilaði á gítar og systir mín líka og við sungum gamla baráttuvísu. Kakan sem var í eftirrétt gerði það að verkum að við komum okkur varla útúr húsi.

Ummæli (0) - Óflokkað

nú spyr ég

12. febrúar 2006

getur verið að maður sé að gera of miklar kröfur um að allt sé eftir manns höfði? Þarf maður að læra að útiloka það slæma og sinna því góða . Geta sætt sig við það sem maður fær ekki breytt, hafa kjark til að breyta því sem hægt er að breyta og VIT til að […]

Ummæli (0) - Óflokkað

er það fréttnæmt

11. febrúar 2006

að manneskja einhversstaðar á landinum hefur fengið 12 atkvæði í 3. sæti í prófkjöri? Maður spyr sig hvort alþjóð komi það við.

Ummæli (0) - Óflokkað

smáatriði geta pirrað

10. febrúar 2006

mann ótrúlega mikið. Klippingin sem ég fékk síðast er t.d. alveg glötuð og er að gera mig brjálaða. Það er engu líkara en ég hafi ekki verið klippt og ef ég hefði ekki verið viðstödd klippinguna myndi ég ekki trúa því að ég væri nýklippt. Þessi galli á klippingunni kom ekki í ljós fyrr en […]

Ummæli (0) - Óflokkað