[ Valmynd ]

Færslur febrúarmánaðar 2006

nú fer fyrir mér

9. febrúar 2006

eins og unglingunum mínum. Ég opna ísskápinn og finn ekkert að borða. Ég hef verið svo niðursokkin í verkefnavinnu að ég hef gleymt að borða. Nú hef ég ekki krafta til að ganga út í búð og fyrst ekkert er í ísskápnum sem mig langar í er bara eitt að gera. Drepast úr hungri í […]

Ummæli (0) - Óflokkað

bók sem gaman

7. febrúar 2006

væri að glugga í. Eftir að hafa lesið hana gæti ég kannski leyst lífsgátuna auk þess að finna leiðbeiningarnar að netkortinu mínu og vita hvað ég vil gera í framtíðinni.

Ummæli (0) - Óflokkað

fegurð himinsins

vakti það mikla athygli mína að ég fór út á svalir og gerði tilraun til að mynda hana.
Það sama á við um blómið sem er á borðstofuborðinu sem þjónar mér sem skrifborð, það er fallegt. Fyrst ég var komin með myndavélina í hendur tók ég mynd af því líka. Himininn er fallegri í verunni en […]

Ummæli (4) - Óflokkað

svanir á tjörninni

6. febrúar 2006

í Reykjavík öskruðu af gleði veðurblíðunni í dag. Það lá við að ég dytti af hjólinu þegar þeir upphófu raust sína.
Gæsir á gangstétt kjöguðu áfram eins og ekkert hefði ískorist. Mig svíður í andlitið af langri útiveru í sól og kulda.

Ummæli (0) - Óflokkað

betrekk


Ummæli (0) - Óflokkað

alltaf þegar ég

5. febrúar 2006

ligg á fjórum fótum, helaum í hnjánum, með hálsríg við að passa að kinnin fari ekki utan í klósettskálina og aum í fingrum af að skrúbba hlandblauta ló af skrúfum klósetts heimilisins dreymir mig um vegghengt klósett.

Ummæli (0) - Óflokkað

himininn er bleikur

eða kannski öllu heldur grár. Horaður starri kom að leita að mat á marmaraborði á svölunum. Þar var ekkert að finna.Miðbarnið mitt fór líka fýluferð í ísskápinn.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég veit að sá yngsti

4. febrúar 2006

er ánægður með húfuna sem ég sendi honum. Honum finnst gott að eiga góða húfu sem mikil alúð er lögð í. B fór með þá brúnu í fjallgöngu í hellirigningu.Ég er búin að skila öðru verkefni annarinnar og það þriðja er dálítið komið af stað.Eitt ellimerki enn hefur bæst við. Vond lykt úr ísskápnum! Ég […]

Ummæli (2) - Óflokkað

þessi setning í auglýsingu

3. febrúar 2006

“Nú þurfa svipbrigði ekki lengur að setja mark sitt á andlit þitt!” vakti athygli mína í morgun. En ég hef alltaf talið að svipbrigði væru hluti af persónuleika fólks. Ég hef haldið að fólk með líflaus/frosin andlit hljóti að eiga eitthvað bágt. Fólk með svo lífleg andlit að það festist ekki á filmu nema grett […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það er mjög mikilvægt

1. febrúar 2006

að ég geri eitthvað af viti núna en ég bara nenni því ekki. Vil bara slæpast, lesa skáldsögur og fara í göngutúr.
Þetta á eftir að koma mér er koll, það er nokkuð ljóst…

Ummæli (1) - Óflokkað