[ Valmynd ]

Færslur marsmánaðar 2006

þörf áminning

19. mars 2006

hvað það felur i sér fer eftir einstaklingum, tímabilum og viðfangsefnum á hverjum tíma. Alltaf skiptir þó máli að vera með meðvitund og líða ekki sljór í gegnum lífið án þess að taka eftir því sem á sér stað.

Ummæli (0) - Óflokkað

það er pípulagningalykt

18. mars 2006

heima hjá mér. Ég þurfti að ausa sturtuvatninu upp í bala og S að hella því úti. Vonandi verða komnir ofnar í nýbygginguna áður en helgin er liðin. Ég er í lopapeysu til vonar og vara og ætti kannski líka að vera í gúmmístígvélum.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég keypti mér bók

14. mars 2006

út af tilvitnun sem ég sá úr henni og hreifst svo af. Nokkrum dögum seinna barst bókin til mín þá gat ég ekki með nokkru móti munað tilvitnunina. Reyndi með öllum tiltækum ráðum að rifja hana upp og spyrja S sem ég hafði sagt frá henni en hann mundi hana ekki heldur. Á endanum fann […]

Ummæli (2) - Óflokkað

það er nú orðið langt

síðan ég uppgötvaði þetta. Þurfti enga rannsókn til bara ró og næði og þar með tíma til að skoða öll blöðin gaumgæfilega. Blaðamenn komast líklega upp með að fara með sömu tugguna án þess nokkur taki eftir því í skjóli þess hvað fólk er á mikilli hraðferð í lífinu.

Ummæli (0) - Óflokkað

svei mér þá

13. mars 2006

dagarnir hverfa bara hver á fætur öðrum. Miðbarnið mitt er að verða 20 ára og ég settist næstum á bjórflösku á bekk við eldhúsborðið.Mér finnst ekki við hæfi að setja bjórinn hans í ísskápinn. Mér finnst það ekki mitt hlutverk að passa upp á að bjór barnsins mín verði kaldur þegar hann ætlar að nota […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég eldaði svo

10. mars 2006

góðan mat í gær og fyrir marga. Samsetning var sérstök og matseldin auðveld. Það er samstarfskonu minni eða fyrrverandi samstarfskonu minni að þakka að ég eldaði þennan rétt þó ég ætti uppskriftina að honum í bókinni Hristist fyrir notkun. Myndin af honum er ekki girnileg en hún sannfærði mig um að rétturinn væri succsess og […]

Ummæli (1) - Óflokkað

ég ætla að leggja

8. mars 2006

land undir fót fljótlega og skoða suðræn lönd. Ég vona að suðið í eyrunum á mér verði þagnað þegar þar að kemur. Ég er hætt að geta einbeitt mér að nokkru fyrir suði. Það er ekki gott því ég á að vera að lesa fræðibækur um miserfið viðfangsefni. Ef ég hugsa bara um suðið gleymi […]

Ummæli (4) - Óflokkað

klippti nokkra runna í dag.

5. mars 2006

Var úti á peysunni með hvíta hanska. Sólin bakaði mig notalega en það var kalt í skugganum. Dúnyllarnir mínir eru farnar að bruma ansi mikið en ég klippti þá samt. Ég rakaði líka saman restinni af laufinu af grasflötinni sem ég trassaði að raka saman í haust.Það er búið að fara með afklippurnar og laufið […]

Ummæli (1) - Óflokkað

rykið sem ég

3. mars 2006

hef verið að þrífa burt í dag virðist allt hafa sest í nefið á mér og augun. Mig svíður í hendurnar af hreinsiefnum og verkjar í fæturna af plampi. Húsið er hins vegar tilbúið til að taka á móti hópi fólks í hádeginu á morgun.

Ummæli (0) - Óflokkað

ein bókin sem

ég keypti á bókamarkaði um daginn fjallar um smádýr á Íslandi. Þar lærði ég t.d. að hunangsfluga og býfluga er ekki heiti á sömu flugunni en fram til þessa hef ég haldið það. Hunangsfluga er yfirheiti á flugnategund. Býfluga er hunangsfluga og það eru móhumlur og húshumlur líka. Feitu, iðnu,loðnu vinalegu flugurnar sem hafa sótt […]

Ummæli (0) - Óflokkað