29. apríl 2006
á eldhúsinnréttingunni í morgun. Það tók mig innan við 5 mínútur. Ég hef látið þennan skít pirra mig dögum ef ekki vikum saman. Rétt í þessu kom ég svo auga á kóngulóarvef í stofuglugganum. Hann er ólíkur vefum úti í garði því hann er loðinn af ryki.
Ummæli (1)
- Óflokkað
27. apríl 2006
S nefndi að lóan væri víst komin til landsins í gær heyrði ég í henni. Fyrst hélt ég að ég væri orðin ímyndunarveik en svo kom i ljós að skammt frá okkur var lóuhópur samlitur sinu á golfvelli. Tengdadóttir mín fann lykt af vorinu í morgun. Núna ætla ég út að lykta af því líka.
Ummæli (0)
- Óflokkað
26. apríl 2006
sirka tvær vikur, kannski aðeins rúmlega mun ég leggjast með lappir upp í loft og gera ekkert annað en ég ákveð sjálf fyrr en í lok sumars. Reyndar hef ég ákveðið sjálf hvað ég geri í meira og minna allan vetur en samt verið smá pressa að hafa skilafrest á verkefnum og verða að lesa […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
24. apríl 2006
birtist á annarri síðu Blaðsins í dag. Á myndskreytingu við umfjöllun um borgarstjórnarmál er annars vegar mynd af glaðlegum frambjóðendum við óformlegar aðstæður í litríku umhverfi með börnum í kring. Á hinni myndinni sitja þrír fýldir og grámyglulegir frambjóðendur fyrir aftan borð í köldu og harðneskjulegu umhverfi. Ekki nokkur sála nálægt og ekkert samband á […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
23. apríl 2006
regnið bylur á rúðunum. Dugnaður og leti togast á í mér.Mig langar í þennan stól en kann ekki á svona uppboð. Fyrir utan það að ég er sannfærð um að hann verði hroðalega dýr hingað kominn. Annað smáatriði kemur einnig í veg fyrir að ég geti keypt hann. Ég á ekki fyrir honum…
Ummæli (0)
- Óflokkað
20. apríl 2006
hvað getur verið snúið að skipuleggja ferðalag þó maður viti hvert maður ætlar og hvenær. Ferðamátinn er ein breytan og hvort á að fara í hring eða fram og til baka skiptir líka máli. Ég hef notað þennan fyrsta sumardag til að skipuleggja og skrá verð og ferðatilhögun á ferðalagi sumarsins. Við ætlum að keyra, […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
18. apríl 2006
lokið. Aðeins fínpússning eftir, það er léttir. Núna er bara eitt verkefni eftir svo er þessum áfanga lokið. Kannski tekur nýr við strax næsta haust, hver veit…
Ummæli (0)
- Óflokkað
17. apríl 2006
kringum fjall í gær. Nenntum ekki upp á það af því það var svo mikið rok. Pabbi gaf okkur þurrar vöfflur og hálfsúra undanrennu í nestispásu. Við gleyptum þetta í okkur skjálfandi af kulda og fengum ginger snaps í “desi”. Fjögur tofæruhjól þeystu fram hjá okkur á miklum hraða.
Ummæli (0)
- Óflokkað
15. apríl 2006
út um stóran glugga sé ég heiðan himin og glitrandi hvítan húsbíl í glampandi sól. Nú er sumarið komið það er ekki spurning…
Ummæli (0)
- Óflokkað
sá bíl nálgast þegar hún var nærri komin yfir götu hljóp hún til baka og beið þar til hann var farinn. Hún var frá á fæti og hefði líklega aldrei verið sektuð fyrir að fara of hægt yfir götu.
Ummæli (0)
- Óflokkað