[ Valmynd ]

Færslur aprílmánaðar 2006

í allan dag

14. apríl 2006

hefur S verið að klæða veggstúf sem er á milli stofanna. Í kvöld reif hann helming klæðningarinnar af okku fannst þetta of mikil lokun. Söknum gluggans. Hef ekki farið út fyrir hússins dyr mest allur dagurinn fór í að vinna verkefni. Mikið konfektát, afgangar frá velheppnaðri afmælisveislu B sem fæddist á skírdag fyrir 20 árum.

Ummæli (0) - Óflokkað

þegar elsti sonur minn

fæddist fyrir rúmum 30 árum mynduðu fjórar konur varnargarð fyrir framan hann í móðurættinni minni. Nú erum við mamma bara tvær eftir. Í föðurætt yngri sona minna tveggja eru þeir næstfremstir eins og móðuramma þeirra. Ég hlýt að teljast sérlega heppin að hafa svona lengi verið vel varin.

Ummæli (0) - Óflokkað

þá veit ég það

11. apríl 2006

Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum […]

Ummæli (1) - Óflokkað

ég hef verið hálf dofin

10. apríl 2006

í dag. Gott að eiga góða að.

Ummæli (2) - Óflokkað

fimm kellingar í sal

8. apríl 2006

að undirbúa veislu er merkilegt fyrirbæri. Allar vilja koma sínum sjónarmiðum fram og vita hvernig best er að gera hlutina. Ekki alltaf ljóst hver á að ráða að lokum. Hvar á að geyma bolla og kaffi, hvaða dúka á að nota, hvernig á að skreyta, hvernig á að skera, hvenær á að steikja? Auðvitað er […]

Ummæli (0) - Óflokkað

skrifaði kafla um streitu

í morgun. Ég var svo áköf við skrifin að ég er að verða of sein til að aðstoða systur mína við fermingarundirbúning. Fattaði svo á leið út úr dyrunum að ég átti eftir að borða og S notaði tímann á meðan ég borðaði og fór í búð. Nú bíð ég eftir að hann komi til […]

Ummæli (0) - Óflokkað

yngsti sonur

5. apríl 2006

minn þurfti að koma austan af fjörðum í dag af því gleraugun hans eyðilögðust þegar hann var að renna sér á sleða niður snarbrattar fjallshlíðar. Sú sleðaferð kostar foreldrana tugi þúsunda.

Ummæli (1) - Óflokkað

ég er svo dugleg

4. apríl 2006

að ég á eiginlega ekki orð yfir það. Ég sit og vinn tímunum saman án þess neinn sé að berja mig áfram og ég er ekki undir tímapressu. Stundum hættir mér reyndar til að týna mér í smáatriðum sem kannski skipta ekki neinu máli og tíma mínum væri betur varið í uppbyggilegri hluti. En einhverra […]

Ummæli (0) - Óflokkað

hundslappadrífa

3. apríl 2006

fyrir utan gluggann og arvo pärt í útvarpinu. Mér finnst ég stödd í annarri veröld…

Ummæli (0) - Óflokkað

ég á vinonu

sem er að fara til Grikklands og ætlar að vera þar ein í 3 mánuði að njóta lífsins. Hún á gott…

Ummæli (0) - Óflokkað