[ Valmynd ]

Færslur maímánaðar 2006

grasið vex og vex

31. maí 2006

í rigningunni. Ég man ekki hvort ég á sláttuvél eða hvort hún er orðin ónýt. Reyndar hef ég aldrei slegið. En ég hef rifjað og rakað og saxað föng.

Ummæli (4) - Óflokkað

hengi þvott á

30. maí 2006

snúru sem ég ber inn á kvöldin. Á daginn er samanbrotinn , hreinn þvottur í sófa.

Ummæli (0) - Óflokkað

nei, ekki fannst fólki

28. maí 2006

rétti tíminn fyrir róttækar breytingar. Það er furðulegt að búa í bæjarfélagi sem vill hafa allt óbreytt áratugum saman. En það eru þær staðreyndir sem blasa við þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Við því er lítið annað að gera en halda áfram að lifa lífinu og það gerðum við S í morgun þegar […]

Ummæli (0) - Óflokkað

þá þarf ég ekki

26. maí 2006

að bera út meira af kosningaáróðri þetta árið. Á morgun kemur í ljós hvort mikil og góð vinna skilar sér í atkvæðum. Ég hef trú á því en það stjórnast ekki af neinu vitrænu heldur bara naívri bjartsýni.Það er löngu kominn tími á breytingar en ólíklegt er að nógu margir séu sammála mér til að […]

Ummæli (0) - Óflokkað

fór í fyrsta skipti

25. maí 2006

yfir göngubrúna hroðalegu yfir Hringbrautina. Þegar upp er komið eru þrír valmöguleikar um leiðir, tók mig smá tíma að átta mig á hvaða leið ég ætti að velja. Gólfið á brúnni virkaði þunnt og alveg tandurhreint, tekur soldið á að hjóla upp en auðvelt að láta sig renna niður eins og gefur að skilja. Borðuðum […]

Ummæli (0) - Óflokkað

eins gott

24. maí 2006

að vera ekki búin að setja út nein sumarblóm. Mér líst ekki á að túlipanarnir mínir standi af sér þetta kuldakastið.

Ummæli (0) - Óflokkað

heyrt á Hlemmi:

“ég get sko ekki kosið vinstri græna eða samfylkinguna því þau eru á móti fátæku fólki”.
Það er eitthvað brogað við það að vinstri öflin bjóða af sér þann þokka að vera á móti fátækum.
Fékk “hammerslag” á rauðan lampa sem ég hef lúrt yfir í marga daga. Ekki víst að hann virki en ég fékk hann […]

Ummæli (7) - Óflokkað

þetta litla hvíta

22. maí 2006

sem svífur fyrir utan gluggann í sólinni er ekki gróður eins og ég hélt fyrst, heldur snjór. Í fjallgöngu í gær var svo kalt í rokinu að andlit okkar voru dofin þrátt fyrir glampandi sól. Ég bruddi möl og sand og fór þvi ekki alveg upp á topp enda var varla stætt þegar við nálguðumst […]

Ummæli (0) - Óflokkað

á leið minni

20. maí 2006

heim úr saumklúbb milli 3 og 4 í nótt keyrði ég framhjá grænmerktu póstburðarfólki tvisvar sinnum. Ég gerði mér ekki grein fyrir að fólk væri að bera út póst á nóttunni.

Ummæli (0) - Óflokkað

þegar maður fær

19. maí 2006

höfnun finnst manni stundum verst með hvaða hætti hún fer fram. Þó höfnunin sjálf sé viðbúin finnur maður aðferðinni allt til foráttu. Er þetta kannski leið manns til að beina sárindum sínum í farveg sem snýr ekki að manni sjálfum?

Ummæli (0) - Óflokkað