[ Valmynd ]

Færslur maímánaðar 2006

borðaði blini

18. maí 2006

með reyktum laxi og hrognum með systur minni á B5 í hádeginu. Hún lánaði mér stúdentshúfu eiginmannsins í annað sinn. Hefði getað keypt mér veski á 50 000 en sleppti því…Hjólaði aftur heim með stúdentshúfu og túlípana í hjólakörfunni.Það er spurnign hvað ég geri við peninginn sem ég sparaði með þvi að sleppa því að […]

Ummæli (2) - Óflokkað

ég reyndi að

17. maí 2006

rífa mig upp úr matseldarhjólförum í dag við litla lukku. Lítið var borðað af matnum og sá yngsti tók fram grill í lok máltíðar og bjó sér til samloku. Þessi tilraun mistókst sem sagt algjörlega og spurning hvort ég geri aðra eða held mig á örugg svæði hér eftir…Sjálfri fannst mér maturinn ágætur en sosum […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég tek þátt

15. maí 2006

í ýmsum fyrirfram vonlausum baráttum. Velti fyrir mér hvers vegna? Kannski kemur þetta til af því að ég held alltaf með þeim sem eru að tapa. Fíflunum fækkaði eitthvað í kringum mig á föstudaginn en ég veit að þeir birtast von bráðar aftur. Ég er að reyna að bóka mig inn á hótel ásamt 10 […]

Ummæli (2) - Óflokkað

farin út

12. maí 2006

að útrýma fíflum.

Ummæli (0) - Óflokkað

hló og skemmti mér í

11. maí 2006

atvinnuviðtali í dag. Það er samt ekki merki um að ég fái starfið.Þetta er alvarlegt starf…

Ummæli (5) - Óflokkað

á gangstétt

10. maí 2006

í öðru bæjarfélagi tók ég á móti stórum kassa og borgaði meira fyrir afhendingu en innihaldið. Ég er ánægð með lampana en það er næstum fyndið hvað flutningur og tollar er dýrt.Það virðist vera í genunum að lítast vel á sófann sem ég keypti í Góða hirðinum…

Ummæli (5) - Óflokkað

fimmti kvefdagur

8. maí 2006

þar sem ég get varla andað og þarf stöðugt að hnerra en get ekki herrað. Ég næ ekki að gera neitt af viti þar sem öll orka sem ég hef fer í að vera kvefuð. Náði reyndar að hreinsa úr einu blómabeði í dag.

Ummæli (0) - Óflokkað

sólskin

7. maí 2006

sem bræddi kerti og bakaði mig einkenndi daginn í dag. Þess vegna notaði ég nýja sófann ekkert. Lá bara á sólbekk við hlið sonar míns sem lærði undir stúdentspróf í stærðfræði. Hann gafst reyndar upp fyrir vindinum sem fletti blaðsíðum á óviðeigandi stöðum. Mér fannst vindurinn hins vegar nauðsynlegur. Ef kvef væri ekki að drepa […]

Ummæli (3) - Óflokkað

geitungur og býfluga

6. maí 2006

flugu inn í stofu í dag.Það glitraði á nokkra köngulóarvefi á sólpallinu. Ég hreinsaði rusl úr garðinum, fyllti 4 stóra poka af greinum og laufi sem eru leifar af klippingu á limgerði. Nú uppfærist bloggið en commentin virka ekki í minni tölvu.

Ummæli (0) - Óflokkað

gott fyrir öryggisfíkla

5. maí 2006

“A ship in the harbor is safe, but that is not what ships are built for.” -anonymousað hafa í huga…Sófi á 10 000 kall úr Góða hirðinum á leið í hús. Hélt ég hefði misst af honum en S reddaði því. Fallega ljótur sófi á járnfótum með köflóttu ullaráklæði.

Ummæli (0) - Tilvitnanir