29. júní 2006
að hafa vindinn í fangið. Varð að setjast á bekk á Miklatúni og hvíla mig eldrauð í framan af áreynslu eftir hjólaferð vestan af Nesi. Komst þó að lokum í vinnuna og svitnaði eins og gylta á grillteini fram undir hádegi. Ég hef verið 30 mínútur að hjóla þessa leið en núna tók það mig […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
28. júní 2006
fyrir framan mig á skrifborðinu mínu skiptir máli. Það þarf líka að vera nóg af skriffærum og öðrum verkfærum sem ég þarf að grípa til. Ég er ansi veik fyrir krukkum undir blýanta, sú nýjasta er holað innan tré. Ég hef dreift krukkum og krúsum með blýöntum um allt hús, í sumum herbergjum eru tvær. […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
fyrir stór brún fiðrildi með appelsínugulum og hvítum flekkjum á vængjunum. Lirfur eru að éta upp limgerðið. Ég vonast eftir að fuglarnir sem syngja hástöfum langt fram á kvöld gæði sér á þeim og komi þannig í veg fyrir að þær nái yfirhöndinni og drepi limgerðið. Ég hef séð að fjallarósir eru sprungnar út í […]
Ummæli (0)
- Óflokkað
27. júní 2006
útréttingar þegar ég þarf að vera á bíl. Mér leiðist óumræðanlega mikið að keyra í umferðinni hvort sem hún er hæg vegna gatnagerðar eða hröð vegna greiðs vegar.
Ummæli (0)
- Óflokkað
25. júní 2006
að halda garðveislu að kvöldlagi á Íslandi. Maður passar bara upp á að hafa teppi, sjöl og lopapeysur við hendina og opið inn svo gestir geti skroppið í hlýjuna. Þegar maður á góða vini og vandamenn er allt hægt og fólk skemmtir sér þó tennurnar glamri og gæsahúð brjótist fram. Við hjónin hjóluðum einn hring […]
Ummæli (2)
- Óflokkað
23. júní 2006
yfir að rusl sem fyrir löngu ætti að vera farið á haugana er loksins komið þangað. Eins er búið að ganga frá ýmsu í garðinum sem lengi hefur verið í rúst vegna nýbyggingar. Garðveisla á morgun í blíðunni…
Ummæli (0)
- Óflokkað
21. júní 2006
við á skítugum vínrauðum volvo fullum af verkfærum í heimasaumuðum fötum í Áskirkju og afi gifti okkur og skírði miðbarnið. Sá elsti hélt honum undir skírn og slengdi hausnum á honum í skírnarfontinn og B grét sig í svefn í fangi ömmusystur sinnar í skírnarskjólnum sem langamma hans heklaði þegar sá elsti var skírður.Nunna frá […]
Ummæli (2)
- Óflokkað
pelargonínurnar mínar út. Amma hafði sínar alltaf inni og mamma hikar ekki við að setja sínar út á sumrin. Lyktin af blöðunum á þeim minnir mig alltaf á Stekkjanesið, bað í bala, kaffibæti og hreinsun með lúsakambi.
Ummæli (0)
- Óflokkað
20. júní 2006
nú er komin fyrir laugadag hentar vel fyrir garðveislu. Við hefðum ekki hætt við en flytjum okkur inn ef rignir mikið.
Ummæli (4)
- Óflokkað
19. júní 2006
mitt sent heim fljótlega. Þá er mér ekkert að vanbúnaði að byrja nýja vinnu. Fólk sem sjaldan skiptir um vinnu þjálfast ekki í þeim aðgerðum sem þarf að framkvæma við þann gjörning. Borgar sig að gera þetta reglulega til að gleyma ekki á milli hvað þarf að gera í stöðunni.
Ummæli (0)
- Óflokkað